Lífið

Ella Dís fær loksins hjálp frá ríkinu

Ella Dís Laurens er með sjálfsofnæmi.
Ella Dís Laurens er með sjálfsofnæmi.

Vísir hafði samband við mömmu Ellu Dísar, Rögnu Erlendsdóttur, og nýtt stuðningsforeldri Ellu Dísar, Sylvíu Rún Idolkeppanda sem féll úr keppninni síðasta föstudag.

„Við erum loksins búin að fá í gegn hjálp frá ríkinu að fá borgað fyrir starfsmann. Þetta var algjör hausverkur eins og allt sem kemur að ríkishjálp," segir Ragna þakklát fyrir styrkinn.

„Þetta er bara æðislegt. Sylvía Rún kemur um hádegið og er að hjálpa mér að hafa ofan af fyrir Ellu Dís. Hún syngur og les fyrir hana og sér til þess að munnurinn og kokið fylllist ekki af slími því Ella Dís getur ekki andað. Hún notast við öndurnaraðstöðu," segir Ragna.

Sylvía hjálpar mikið

„Svo þarf að hreyfa hana og þetta er bara almenn umönnun því Ella Dís getur ekki hreyft sig. Sylvía hjálpar mér við að hafa ofan af fyrir henni gefa henni næringu og skipta á henni eða það sem þarf að gera á hverjum degi," segir Ragna sem eignaðist aðra stúlku 18. febrúar síðastliðinn.

„ Já ég eignaðist litla stelpu 18. febrúar. Hún heitir Mia. Það gengur mjög vel. Brjálað að gera. Þess vegna þurfti ég að leita að aðstoðarmanneskju."

„Sylvía er alveg rosalega dugleg. Það var líka æðislegt að þekkja hana fyrir en við erum báðar frá Grundarfirði."

Sá auglýst eftir hjálp fyrir Ellu Dís

„Ég sá auglýsingu á job.is og hafði samband við Rögnu. Það gengur mjög vel og Ella Dís hefur það bara ágætt," svara Sylvía aðspurð hvernig það kom til að hún gerðist stuðningsforeldri Ellu Dísar.

„Ég er félagsskapur fyrir Ellu. Ég syng fyrir hana og aðstoða hana að fara upp í rúm og þess háttar. Annars er ég stuðningsfulltrúi með annan strák eina helgi í mánuði. Hann er ekki mikið veikur eins og Ella Dís," segir Sylvía sem er barnlaus.

Idolið

„Það er skrýtið að vera dottin út og líka af því að ég hef fengið gott fídbakk eins og: „Þú átti ekki eftir að detta út!" - Þessi fílingur. En ég ætla ekki að hætta að syngja. Ekki séns," segir Sylvía áður en kvatt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.