Innlent

Geymdi peninginn hjá Landsbankanum og tapaði milljónum

Davíð Oddsson á fundi rannsóknarnefndar.
Davíð Oddsson á fundi rannsóknarnefndar.

Fyrrum Seðlabankastjórinn og forsætisráðherrann Davíð Oddsson sagði í viðtali við Málefnin á Skjá Einum nú fyrir stundu að hann hefði tapað þremur til fjórum milljónum króna á hruni bankanna.

Peninginn geymdi hann í Landsbankanum í formi lífeyrissparnaði.

Hann segist ekki hafa nákvæmar tölur yfir tapið en það hafi verið 25 til 30 prósent afföll af sjóðnum eins og hjá öllum þegar bankinn var þjóðnýttur.


Tengdar fréttir

Davíð Oddsson: Seðlabankastjóri Englands sagði okkur ekki skyldug að borga

Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri Íslands, sagði í viðtali í þættinum Málefnið nú fyrir stundu, að breski seðlabankastjórinn hefði sagt í miðju efnahagshruninu að þeir myndu ekki gera kröfur um að íslenska ríkið borgaði Icesave reikningana. Davíð segir að til sé upptaka af þessu samtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×