Lífið

Up opnar Cannes-hátíð

Teiknimyndin Up verður opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar í vor.
Teiknimyndin Up verður opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar í vor.

Opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar, sem verður haldin í 62. sinn í maí, verður þrívíddarteiknimyndin Up frá framleiðandanum Disney-Pixar. Þetta verður í fyrsta sinn sem teiknimynd frá Disney er sýnd við opnun hátíðarinnar.

Myndin fjallar um 78 ára gamlan mann sem lendir í ýmsum ævintýrum þegar hann bindur þúsundir blaðra við húsið sitt og flýgur til regnskóganna í Suður-Ameríku. Flækir það málin þegar hann kemst að því að ungur skáti hefur gerst laumufarþegi um borð. „Þetta er mikill heiður og við erum stolt af þessari frábæru mynd. Við getum ekki beðið eftir því að sýna hana kvikmyndaheiminum hinn 13. maí,“ sagði Dick Cook, formaður Disney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.