Erlent

NATO gerði loftárás á stolna flutningabíla

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Slasaðir fluttir burt frá vettvangi árásarinnar.
Slasaðir fluttir burt frá vettvangi árásarinnar. MYND/AFP/Getty Images

Um 90 manns eru ýmist slasaðir eða látnir eftir að orrustuvélar á vegum NATO gerðu loftárás snemma í morgun á tvo eldsneytisflutningabíla sem stolið hafði verið í norðurhluta Afganistan. Flestir þeirra sem urðu fyrir árásinni voru talibanar en eitthvað var þó um almenna borgara. Talsmaður NATO segir upplýsingar hafa bent til þess að eingöngu uppreisnarmenn hafi verið á því svæði sem ráðist var á. Flutningabílarnir voru í eigu NATO og var skotið á þá eftir að þjófarnir höfðu fest þá í á og hópur fólks reyndi að tappa bensíninu af þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×