Félags- og tryggingamálaáðuneytið greiddi rúmar 56 milljónir fyrir aðkeypta þjónustu og ráðgjafa- og verktakakostnað í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur núverandi forsætisráðherra.
Liðurinn ,,önnur sérfræðiþjónustu" vegur þyngst eða 28,26 milljónir. Þar er átt við kaup ráðuneytisins á sérfæðiþjónustu sem greidd er af öðrum fjárlagaliðum en aðalskrifstofu ráðuneytisins. Það á við um undirbúning að tilfærslu á þjónustu fatlaðra og aldraða til sveitarfélaga, undirbúningur að stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, kaup á sérfræðiþjónustu og framkvæmd könnunar á heimilisofbeldi og aðkeypat vinnu vegna Evrópuárs jafnra tækifæra og dags barna.
