Milljarða skattahækkanir í burðarliðnum Heimir Már Pétursson skrifar 16. júní 2009 12:22 Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund krónur og 15 prósenta viðbótarskattur á fjármagnstekjur umfram tiltekna fjárhæð, samkvæmt efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem hún stefnir á að leggja fyrir Alþingi á fimmtudag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að hátekjuskatturinn gefi um 2,5 milljarða í tekjur á þessu ári og um fjóra milljarða á ársgrundvelli. Þá mun fjármagnstekjuskatturinn skila um sex milljörðum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að fjármagnstekjur af hóflegum sparnaði fólks verði ekki skattlagður sérstaklega en hún og fjármálaráðherra vildu ekki gefa upp hvar mörkin komi til með að liggja í þeim efnum að svo stöddu. Mestu munar hins vegar um hækkun tryggingagjalds, sem er tekjustofn Atvinnuleysistryggingasjóðs. Áætluð hækkun gjaldsins mun skila ríkissjóði um 12 milljörðum króna á ársgrundvelli. Þegar Steingrímur var spurður hvort fyrirtækin í landinu þyldu þennan viðbótarskatt, sagði hann þessa skattheimtu vissulega leggjast þungt á atvinnulífið. Þessi mál sem önnur hefðu verið rædd á sameiginlegum vettvangi stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambandsins (ASÍ) og forystumenn þeirra samtaka þekktu því vel til tillagna stjórnvalda. Sjóðir Atvinnuleysistryggingasjóðs eru óðum að þorna upp. Forsætisráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að um 10 % þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum ættu ekki að vera á bótum. Félagsmálaráðherra væri að vinna að úrbótum í þessum efnum sem kynntar yrðu bráðlega. Samanlagt eiga aðgerðir stjórnvalda að skila með auknum tekjum og sparnaði ríflega 20 milljörðum í ríkissjóð á þessu ári og eiga breytingarnar að taka gildi frá og með 1. júlí. Reiknað er með að tillögurnar verði kynntar þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu á fimmtudag og að umræður um þær geti hafist á föstudag. Mikil áhersla er lögð á að klára s.k. stöðugleikasamning stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins fyrir 25. júlí næst komandi, því um mánaðamót rennur út frestur til að segja upp gildandi kjarasamningum. Hörð krafa hefur verið gerð af hálfu aðila vinnumarkaðarins um frekari lækkun stýrivaxta en Seðlabankinn ætlar ekki að tilkynna um vaxtaákvörðun fyrr en eftir mánaðmót. Fjármálaráðherra sagði að Seðlabankinn þekkti til þeirra umræðna sem átt hefðu sér stað að undanförnu, en vildi að öðru leyti ekki svara því hvort hann teldi að Seðlabankinn birti ákvörðun um stýrivexti fyrir mánaðamót. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund krónur og 15 prósenta viðbótarskattur á fjármagnstekjur umfram tiltekna fjárhæð, samkvæmt efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem hún stefnir á að leggja fyrir Alþingi á fimmtudag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að hátekjuskatturinn gefi um 2,5 milljarða í tekjur á þessu ári og um fjóra milljarða á ársgrundvelli. Þá mun fjármagnstekjuskatturinn skila um sex milljörðum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að fjármagnstekjur af hóflegum sparnaði fólks verði ekki skattlagður sérstaklega en hún og fjármálaráðherra vildu ekki gefa upp hvar mörkin komi til með að liggja í þeim efnum að svo stöddu. Mestu munar hins vegar um hækkun tryggingagjalds, sem er tekjustofn Atvinnuleysistryggingasjóðs. Áætluð hækkun gjaldsins mun skila ríkissjóði um 12 milljörðum króna á ársgrundvelli. Þegar Steingrímur var spurður hvort fyrirtækin í landinu þyldu þennan viðbótarskatt, sagði hann þessa skattheimtu vissulega leggjast þungt á atvinnulífið. Þessi mál sem önnur hefðu verið rædd á sameiginlegum vettvangi stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambandsins (ASÍ) og forystumenn þeirra samtaka þekktu því vel til tillagna stjórnvalda. Sjóðir Atvinnuleysistryggingasjóðs eru óðum að þorna upp. Forsætisráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að um 10 % þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum ættu ekki að vera á bótum. Félagsmálaráðherra væri að vinna að úrbótum í þessum efnum sem kynntar yrðu bráðlega. Samanlagt eiga aðgerðir stjórnvalda að skila með auknum tekjum og sparnaði ríflega 20 milljörðum í ríkissjóð á þessu ári og eiga breytingarnar að taka gildi frá og með 1. júlí. Reiknað er með að tillögurnar verði kynntar þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu á fimmtudag og að umræður um þær geti hafist á föstudag. Mikil áhersla er lögð á að klára s.k. stöðugleikasamning stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins fyrir 25. júlí næst komandi, því um mánaðamót rennur út frestur til að segja upp gildandi kjarasamningum. Hörð krafa hefur verið gerð af hálfu aðila vinnumarkaðarins um frekari lækkun stýrivaxta en Seðlabankinn ætlar ekki að tilkynna um vaxtaákvörðun fyrr en eftir mánaðmót. Fjármálaráðherra sagði að Seðlabankinn þekkti til þeirra umræðna sem átt hefðu sér stað að undanförnu, en vildi að öðru leyti ekki svara því hvort hann teldi að Seðlabankinn birti ákvörðun um stýrivexti fyrir mánaðamót.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira