Lokað á Akranesi en ríkið kaupir danska framleiðslu 25. ágúst 2009 04:00 Sementsverksmiðjan Hefur framleitt 5,5 milljónir tonna af sementi úr íslensku hráefni frá stofnun. „Við horfum fram á ískaldan vetur og stjórnvöld verða án tafar að grípa til aðgerða til að örva byggingariðnaðinn“, segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Framleiðslu verður hætt 1. nóvember og fyrirtækið er í verulegum vandræðum ef ekki rætist úr. Gunnar segir að samdráttur í framleiðslu fyrirtækisins í kjölfar efnahagshrunsins sé allt að 45 prósent og hvað nánasta framtíð ber í skauti sér fyrir verksmiðjuna snúi að stjórnvöldum í tvennum skilningi. „Það verður að ráðast í stórframkvæmdir og má nefna Búðarhálsvirkjun og Vaðlaheiðargöng í því sambandi. Það myndi hjálpa til ef fyrirtæki í eigu ríkisins myndu kaupa íslenska framleiðslu en ekki innflutt danskt sement.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir gagnrýnivert að á meðan íslenskt fyrirtæki berjist fyrir lífi sínu kaupi ríkið innflutt danskt sement í þúsunda tonna vís. „Aalborg Portland á Íslandi er búið að flytja inn 20 þúsund tonn af sementi á þessu ári fyrir 240 milljónir króna, og stærsti viðskiptavinurinn er Steypustöðin hf., sem er í eigu ríkisbankans Íslandsbanka. Vegagerðin notar líka danskt sement.“ Gunnar segir að 20 þúsund tonna framleiðsla myndi tryggja starfsemi Sementsverksmiðjunnar í tvo mánuði. Í verksmiðjunni starfa 45 manns en stöðvun hennar er talin koma við um 120 manns þegar afleidd störf eru tekin með í reikninginn. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það skjóta skökku við að ríkisfyrirtæki kaupi innflutta vöru á sama tíma og íslensk fyrirtæki berjast í bökkum. „Við höfum beint því til landsmanna og okkar félagsmanna að versla hverjir við aðra. Það gildir um þetta líka.“ Jón leggur áherslu á að í sjálfu sér sé ekkert út á kaup fyrirtækja á innfluttu sementi að setja í sjálfu sér. Málið snúist frekar um það hvort verksmiðjan verði sett í gang aftur og hvort hér verði dönsk einokun á sementi þegar fram í sækir. „Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir ákveða hvar þeir kaupa inn,“ segir Jón. - shá Gunnar Sigurðsson Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
„Við horfum fram á ískaldan vetur og stjórnvöld verða án tafar að grípa til aðgerða til að örva byggingariðnaðinn“, segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Framleiðslu verður hætt 1. nóvember og fyrirtækið er í verulegum vandræðum ef ekki rætist úr. Gunnar segir að samdráttur í framleiðslu fyrirtækisins í kjölfar efnahagshrunsins sé allt að 45 prósent og hvað nánasta framtíð ber í skauti sér fyrir verksmiðjuna snúi að stjórnvöldum í tvennum skilningi. „Það verður að ráðast í stórframkvæmdir og má nefna Búðarhálsvirkjun og Vaðlaheiðargöng í því sambandi. Það myndi hjálpa til ef fyrirtæki í eigu ríkisins myndu kaupa íslenska framleiðslu en ekki innflutt danskt sement.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir gagnrýnivert að á meðan íslenskt fyrirtæki berjist fyrir lífi sínu kaupi ríkið innflutt danskt sement í þúsunda tonna vís. „Aalborg Portland á Íslandi er búið að flytja inn 20 þúsund tonn af sementi á þessu ári fyrir 240 milljónir króna, og stærsti viðskiptavinurinn er Steypustöðin hf., sem er í eigu ríkisbankans Íslandsbanka. Vegagerðin notar líka danskt sement.“ Gunnar segir að 20 þúsund tonna framleiðsla myndi tryggja starfsemi Sementsverksmiðjunnar í tvo mánuði. Í verksmiðjunni starfa 45 manns en stöðvun hennar er talin koma við um 120 manns þegar afleidd störf eru tekin með í reikninginn. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það skjóta skökku við að ríkisfyrirtæki kaupi innflutta vöru á sama tíma og íslensk fyrirtæki berjast í bökkum. „Við höfum beint því til landsmanna og okkar félagsmanna að versla hverjir við aðra. Það gildir um þetta líka.“ Jón leggur áherslu á að í sjálfu sér sé ekkert út á kaup fyrirtækja á innfluttu sementi að setja í sjálfu sér. Málið snúist frekar um það hvort verksmiðjan verði sett í gang aftur og hvort hér verði dönsk einokun á sementi þegar fram í sækir. „Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir ákveða hvar þeir kaupa inn,“ segir Jón. - shá Gunnar Sigurðsson
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira