Erlent

Karzai með hreinan meirihluta

Hamid Karzai.
Hamid Karzai. MYND/AP

Samkvæmt nýjustu tölum í afgönsku forsetakosningunum sem fram fóru á dögunum gefa til kynna að Hamid Karzai, sitjandi forseti hafi náð hreinum meirihluta. Frambjóðandi þarf að ná hreinum meirihluta til þess að hljóta útnefningu, annars þarf að kjósa á ný á milli tveggja efstu.

Búið er að telja um 92 prósent atkvæða en eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa þó gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega og krefjast endurtalningar á mörgum kjörstöðum.

Ásakanir um kosningasvindl hafa verið háværar í herbúðum beggja efstu manna, þeirra Hamid Karzai og Abdullah Abdullah. Það þykir renna stoðum undir ásakanir Abdullah að á nokkrum kjörstöðum virðist Karzai hafa fengið 100 prósent atkvæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×