Innlent

Fundað um skattamál í kvöld

Höskuldur Kári Schram skrifar
Gert er ráð fyrir að endanlega tillögur í skattamálum verði kynntar á morgun. Mynd/ Stjórnarráðið.
Gert er ráð fyrir að endanlega tillögur í skattamálum verði kynntar á morgun. Mynd/ Stjórnarráðið.
Enn er ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkana um leiðir í skattamálum en til stendur að leggja fram endanlega tillögur á ríkisstjórnarfundi á morgun. Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna funda í kvöld.

Ríkisstjórnin hefur boðað skattahækkanir upp á rúma 50 milljarða á næsta ári til að brúa fjárlagagatið.

Rætt hefur hefur verið um þriggja þrepa skattkerfi þar sem staðgreiðsla skatta hjá þeim sem eru með hæstu launin gæti orðið alltað 47 prósent. Ennfremur á gera breytingará virðisaukaskatti og koma á fót nýjum auðlindaskatti.

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa fundað um málið í allan dag en til stendur að kynna fyrstu tillögur ríkisstjórnarinnar í skattamálum á morgun.

Málið er hins vegar á viðkvæmu stigi og enn nokkur ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvaða leiðir skuli fara.

Þingflokkur samfylkingarinnar kom saman nú síðdegis og en fundur vinstri grænna hefst klukkan átta í kvöld. Nokkrir þingmenn samfylkingarinnar hafa lýst yfir efasemdum með þær hugmyndir sem nú liggja fyrir og óttast meðal annars áhrif skattahækkana á millitekjufólk.

Reynt verður til þrautar að ná samstöðu um endanlega tillögur í stærstu málaflokkunum í kvöld.

Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa talaði við í dag vildu lítið tjá sig um málið. Þeir viðurkenndu hins vegar að ágreiningur væri til staðar en voru bjartsýnir á að hægt yrði að ná samkomulagi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×