Lífið

Paltrow með sektarkennd

Leikkonan fræga finnur til sektarkenndar vegna þátttöku sinnar í Iron Man 2.
Leikkonan fræga finnur til sektarkenndar vegna þátttöku sinnar í Iron Man 2.
Leikkonan Gwyneth Paltrow finnur til sektarkenndar vegna þátttöku sinnar í hasarmyndinni Iron Man 2. Upptökur eru að hefjast í Bandaríkjunum og Paltrow finnst slæmt að þurfa að rífa börnin sín tvö, hina fjögurra ára Apple og hinn eins árs Moses, í burtu frá sínu hefðbundna umhverfi í London. „Ég finn til sektarkenndar sem móðir vegna þess að dóttir mín hlakkar til en sonur minn segir: „Ég vil ekki fara í burtu"," sagði Paltrow. „Ég leik samt eiginlega aldrei í kvikmyndum. Ég er eiginlega alltaf með börnunum mínum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.