Lífið

U2 hættir á endanum

Hljómsveitin mun ekki starfa endalaust að mati trommarans Larry Mullen Jr.
Hljómsveitin mun ekki starfa endalaust að mati trommarans Larry Mullen Jr.

Larry Mullen Jr., trommari U2, segir að hljómsveitin muni ekki starfa endalaust. „Sú stund mun renna upp að við segjum að nú sé best að hætta,“ sagði hinn 47 ára Mullen. „Hljómsveitin getur ekki haldið áfram endalaust, hún bara getur það ekki.“

Sveitin hefur verið önnum kafin að undanförnu við kynningu á nýjustu plötu sinni, No Line On The Horizon, og hyggur á umfangsmikla tónleikaferð í sumar. „Það væri gott að hætta þegar þú ert enn þá að gera góða hluti í stað þess að vera á niðurleið. Mér fyndist það sorglegt,“ sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.