Lífið

Bað um áritun Valentino

Anne Hathaway bað Valentino að árita kjól sinn eftir að hann rak sig í vínglas og úr því helltist yfir leikkonuna.
Anne Hathaway bað Valentino að árita kjól sinn eftir að hann rak sig í vínglas og úr því helltist yfir leikkonuna.

Anne Hathaway bað ítalska fatahönnuðinn Valentino Garavani um að árita kjól sinn í einkasamkvæmi síðasta þriðjudag. Atvikið átti sér stað í matarboði sem haldið var til heiðurs tískukónginum sem er 76 ára. Hann var í þann mund að heilsa gestum sínum þegar hann rak sig í vínglas og helltist úr því yfir kjól Hathaway.

Samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Daily News brást leikkonan hin almennilegasta við, hló og bað Valentino að árita kjól sinn til minningar um atvikið. Margar stórstjörnur heiðruðu fatahönnuðinn í boðinu, en þar á meðal voru Madonna og Gwyneth Paltrow.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.