Erlent

Danskur ökuþór á vel yfir 200 km hraða

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögreglan í Ribe í Danmörku eltist í nótt við rúmlega tvítugan vélhjólamann sem ók á tímabili vel yfir 200 kílómetra hraða á klukkustund meðan á eftirförinni stóð. Fjöldi lögreglubíla kom að eftirförinni sem náði yfir 30 kílómetra vegalengd. Ökumaðurinn reyndi að lokum að fela sig fyrir lögreglunni en til hans sást og var hann handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×