Innlent

Árekstur við álverið í Straumsvík

Árekstur tveggja bifreiða varð á Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík á fimmta tímanum. Tveir sjúkrabílar auk tækabíls frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru á staðnum og munu tveir hafa slasast í árekstrinum. Veginum hefur ekki verið lokað en fólk er beðið um að aka varlega hjá slysstaðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×