Innlent

36 ný tilfelli af lifrarbólgu C

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
36 ný tilfelli af lifrarbólgu C fundust á Sjúkrahúsinu Vogi á síðasta ári sem er heldur minna en undanfarin ár. Lifrarbólga C er algengasti alvarlegi fylgikvilli sprautufíknar og smitast vegna þess að sprautufíklarnir sprauta sig með óhreinum áhöldum þó að tiltölulega auðvelt sé að verða sér út um hrein áhöld, að fram kemur á vefsíðu SÁÁ. Ekkert nýtt HIV tilfelli fannst á Vogi 2008.

Rúmlega 700 einstaklingar hafa smitast af lifrarbólgu C á síðustu tíu árum. Meirihluti þeirra eru sprautufíklar. Smitaðir eru í margfaldri hættu á að fá lifrarkrabbamein og lifrarbilun.

Á vef SÁÁ kemur einnig fram að 15% allra sprautufíkla smitast af lifrarbólgu C í fyrstu 10 skiptunum sem þeir sprauta sig. 60% allra sprautufíkla sem hafa sprautað sig reglulega í eitt ár hafa smitast og 8 % af þeim sem hafa sprautað sig reglulega í meira en 2 ár hafa fengið lifrarbólguna. Í 80% tilvika verður sýkingin langvin.

Þá segir jafnframt að meðferð við sýkingunni sé kostnaðarsöm og fyrirhafnarmikil og stundum óþægileg fyrir sjúklingana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×