Innlent

Tónlistarhúsið umfram Gæsluna

Framkvæmdir við Tónlistarhúsið.
Framkvæmdir við Tónlistarhúsið.
Sjómannafélag Íslands lýsir furðu sinni á því að halda eigi áfram smíði tónlistarhúss fyrir fimmtán milljarða á sama tíma sé Landhelgisgæsla Íslands hálflömuð vegna fjárskorts.

,,Landhelgisgæslan sinnir gríðarlegum öryggismálum fyrir sjómenn og aðra landsmenn. Sjómennafélagið skorar því á ráðamenn þessarar þjóðar að fara forgangsraða málum eftir vilja landsmanna," segir í ályktun stjórnar félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×