Innlent

Dvínandi líkur á loðnuvertíð

Dvínandi líkur eru á að nokkur loðnuvertíð verði í ár en síðasta vertíð, sem þótti léleg, gaf þó af sér níu milljarða króna í útflutningsverðmæti. Eina vonin nú er að torfur birtist óvænt vestur af landinu og gangi beint inn á Breiðafjörðinn til hrygningar en skip, sem eru þar að svipast um, hafa einskis orðið vör, enn sem komið er. Flest fjölveiðiskipin eru ýmist á kolmunnaveiðum vestur af Írlandi eða á gulldepluveiðum suður af landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×