Erlent

Leitað á heimili læknis Jackson

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Michael Jackson
Michael Jackson
Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum leituðu á heimili læknisins Conrad Murray í Las vegas í dag vegna rannsóknar á láti poppstjörnunnar Michael Jackson.

Þá leitaði lögreglan einnig á skrifstofu læknisins í sömu borg.

Talsmenn lögreglunnar vildu ekki segja að hvaða gögnum hún leitaði, en eins og Vísir greindi frá í síðustu viku var leitað á skrifstofum læknisins í Houston vegna gruns um að hann gæti tengst láti Jacksons.

Fluttar hafa verið fréttir af því að Jackson hafi fengið banvænan skammt af öflugu svefnlyfi skömmu áður en hann lést.

Lögfræðingur Murray segir skjólstæðing sinn hins vegar ekki hafa gefið honum neitt sem ætti að reynast banvænt, að því er erlendir miðlar greina frá.

Enn hefur dánarorsök söngvarans ekki verið gefin út opinberlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×