Erlent

Gripnir í miðju ráni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þrír piltar á aldrinum 15 - 17 ára hafa verið úrskurðaðir í 26 daga gæsluvarðhald á stofnun fyrir unga afbrotamenn í Danmörku eftir að lögregla handtók þá við rán í verslun í Kaupmannahöfn um helgina.

Maður nokkur heyrði piltana leggja á ráðin um ránið og hafði samband við lögreglu sem fyrir vikið mætti á staðinn í miðju ráninu og greip tvo drengjanna. Sá þriðji náðist svo skömmu síðar með aðstoð lögregluhunds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×