Lífið

Biðlisti á sýningu Kynjakatta

Uni jógvan mætir aftur Kynjaköttur ársins 2008, Uni Jógvan, mætir aftur til keppni ásamt eiganda sínum, Hrund Gautadóttur. Hann er af Cornix rex-kyni.Fréttablaðið/pjetur
Uni jógvan mætir aftur Kynjaköttur ársins 2008, Uni Jógvan, mætir aftur til keppni ásamt eiganda sínum, Hrund Gautadóttur. Hann er af Cornix rex-kyni.Fréttablaðið/pjetur

„Áhuginn virðist vera aukast. Við höfum aldrei haft svona marga ketti skráða á sýninguna,“ segir Ása Björg Ásgeirsdóttir, sýningarstjóri á kattasýningu Kynjakatta. Fullt er orðið á sýninguna sem haldin verður helgina 14.-15. mars. Alls hafa 120 kettir verið skráðir til leiks nú þegar, sem er óvenjulega snemma.

Ása segir að fimm kettir séu nú þegar á biðlista og ef hægt er að kalla til aukadómara erlendis frá er von á að fleiri kettir komist að. Hins vegar séu dómarar bókaðir langt fram í tímann og því ekki víst hvað verði. „Fólk er meir og meir að uppgötva hreinræktaða ketti og af þeim má telja norska skógarketti, hina stórvöxnu Maine coon og Persa vinsælasta. Þetta eru stærstu hóparnir á sýningunni. Við erum einnig með nýjungar svo sem keppni öldunga, en það eru kettir sem eru eldri en sjö ára. Þessir eldri eru nefnilega svolítið erfiðari á sýningum og verri í skapi.“

Ása segist búast við hörkuspennandi keppni en gullköttur sýningarinnar, sá köttur sem flest stig hlýtur, fær titilinn Kynjaköttur ársins. Uni Jógvan, sá sem hlaut titilinn í fyrra, mun mæta aftur og reyna að hljóta náð fyrir augum dómnefndar.

-jma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.