Erlent

Sigur fyrir fólkið og byltinguna segir Chavez

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fólk mætir til atkvæðagreiðslu í Caracas í gær.
Fólk mætir til atkvæðagreiðslu í Caracas í gær. MYND/CNN

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um forsetakjör í Venesúela gera Hugo Chavez, forseta landsins, kleift að bjóða sig fram þriðja kjörtímabilið í röð árið 2012 en kjörtímabil forseta þar í landi er sex ár.

Fylgismenn Chavezar fögnuðu úrslitum atkvæðagreiðslunnar í alla nótt á götum höfuðborgarinnar Caracas. Chavez sagði í ávarpi, sem hann flutti fyrir framan Miraflores-forsetahöllina að úrslit atkvæðagreiðslunnar væru hreinn og klár sigur fyrir fólkið og fyrir byltinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×