Erlent

Kjarnorkukafbátar rákust saman

Franski kafbáturinn Le Triomphant rakst á breskan.
Franski kafbáturinn Le Triomphant rakst á breskan.

Tveir kjarnorkukafbátar rákust saman á miðju Atlantshafinu fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest í dag af breska varnarmálaráðuneytinu en annar báturinn var breskur en hinn var franskur.

Bátarnir skemmdust báðir töluvert í árekstrinum en bresk og frönsk yfirvöld hafa lýst því yfir að kjarnaofnar bátanna hafi aldrei verið í hættu.

Óljóst er með hvaða hætti óhappið varð og hafa breskir þingmenn kallað eftir ítarlegri upplýsingum um atvikið. Um 240 sjóliðar voru um borð í bátunum en engan sakaði í árekstrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×