Erlent

Fimm í haldi eftir skotárás

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fimm menn eru í haldi lögreglu í Kaupmannahöfn eftir að sjö skotum var hleypt af á Nørrebro í nótt. Enginn er þó slasaður en lögregla telur að hópur manna hafi veitt manni eftirför og skotið á hann. Ekki er ljóst hvort enn og aftur er um átök milli glæpagengja að ræða en verið er að yfirheyra þá sem handteknir voru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×