Íslenski boltinn

Fjölnir fær þrjá leikmenn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Vigfús Arnar í leik með Leiknismönnum á síðustu leiktíð. Mynd/Leiknir.com Matthías Ægisson
Vigfús Arnar í leik með Leiknismönnum á síðustu leiktíð. Mynd/Leiknir.com Matthías Ægisson

Fjölnir í Grafarvogi samdi í dag við þrjá nýja leikmenn fyrir komandi tímabil. Þar á meðal er Vigfús Arnar Jósepsson, fyrrum leikmaður KR, sem var fyrirliði Leiknis í Breiðholti á síðustu leiktíð.

Ágúst Þór Ágústsson kemur frá Hvöt en hann lék með Fjölni í 1. deildinni sumarið 2006. Ágúst er uppalinn hjá Breiðabliki. Þá er 18 ára leikmaður, Kristinn Freyr Sigurðsson, einnig kominn aftur til Fjölnis.

Fleiri lið í efstu deild eru að styrkja sig. Oddur Ingi Guðmundsson er genginn í raðir Þróttar frá Esbjerg í Danmörku. Oddur er 19 ára miðjumaður sem er uppalinn hjá Fylki en hélt til Danmörku 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×