Innlent

Mótmælti kosningu framsóknarmanns í bankaráð

Þór Saari.
Þór Saari. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mótmælti kosningu nýs fulltrúa Framsóknarflokksins í bankaráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag.

Daniel Gros, hagfræðingur, tekur sæti Magnúsar Árna Skúlasonar sem sagði sig úr ráðinu 12. september vegna frétta þess efnis að hann hefði sett sig í samband útflutningsfyrirtæki til að koma á viðskiptum með gjaldeyri í gegnum breskt miðlunarfyrirtæki.

Þór sagði bankaráð Seðlabankans vera kokteilboð flokksgæðinga og að nú væri tækifæri fyrir Alþingi til að rannsaka starfsemi bankans. Þór vildi að kosningu nýs fulltrúa framsóknarmanna yrði frestað. Við þeirri beiðni var ekki orðið.


Tengdar fréttir

Óákveðið hver tekur sæti Magnúsar í bankaráði

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ekki sé búið að ákveða hver taki sæti í bankaráði Seðlabankans sem fulltrúi flokksins í stað Magnúsar Árna Skúlasonar sem sagði sig úr ráðinu fyrir rúmum hálfu mánuði. Sigmundur á von á því að þingflokkurinn afgreiði málið fljótlega eftir að þingstörf hefjast á nýjan leik, en Alþingi kemur saman næstkomandi fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×