Innlent

Ætlar að hundsa tilmæli biskups

Ingimar Karl Helgason skrifar
Séra Gunnar Björnsson neitar að verða við tilmælum biskups um að fara frá Selfossi. Biskup vill að Gunnar verði sérþjónustuprestur við Biskupsstofu, og hætti á Selfossi.

Séra Gunnar sagði í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir að tilmæli biskups væri ekki löggerningur og ekki væri hægt að hreyfa sig til vegna hæstaréttardóms. Þar var hann sýknaður af kynferðisbroti gegn tveimur stúlkum úr söfnuðinum.

Biskup vildi að Gunnar hætti og Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson tæki við á Selfossi. Tíu prestar hyggjast halda Gunnari stuðningsfund á Hótel Selfossi annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×