Lífið

Með lag í So you think you can dance

Emiliana Torrini.
Emiliana Torrini.

Emiliana Torrini á lag í fyrsta þætti af nýjustu þáttaröðinni af bandarísku þáttunum, So you think you can dance, sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í gegnum árin. Nú fer að hefjast fimmta þáttaröðin af þessum vinsælu þáttum og spennan er farin að magnast.

Nigel Lythgoe einn af frábærum dómurum þáttanna upplýsti í dag á svokallaðri Twitter-síðu sinni að búið væri að velja 20 bestu dansarana.

„Við höfum valið tuttugu bestu dansarana okkar og látið þau vita. Frábærir dansarar, spennandi tilhugsun og nokkrar áhættur," skrifaði Nigel á síðu sína.

Lagið „Jungle Drum" eftir Emiliönu Torrini mun einnig hljóma í fyrsta þættinum af nýjur seríunni, okkur íslendingum og öðrum til mikillar ánægju.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.