Innlent

Umdeildar makrílveiðar að komast í fullan gang

Margrét EA kom í gær með 540 tonn til Neskaupsstaðar.
Margrét EA kom í gær með 540 tonn til Neskaupsstaðar.

Umdeildar makrílveiðar Íslendinga eru nú að komast í fullan gang að nýju og hefur síldveiðiflotinn nú að mestu fært sig af Jan Mayen svæðinu norðaustur af Íslandi og suðaustur fyrir landið í svokallaðan Rósagarð, þar sem búist er við makríl í bland við síld.

Tólf skip eru nú að veiðum í Rósagarðinum, sem er djúpt út af Suðausturlandi, ekki langt frá lögsögumörkunum við Færeyjar. Margrét EA kom í gær af þessum miðum til Neskaupstaðar með 540 tonn og var það að mestu síld en einnig 50 tonn af makríl.

Nú er aðeins eitt skip eftir á síldarmiðunum við Jan Mayen, Hákon EA, en Guðmundur VE er á leið þaðan 400 mílna siglingu yfir í Rósagarðinn, þar sem skipverjar vonast eftir makríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×