Erlent

Sex handteknir í Mexíkó

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mexíkóskir sérsveitarmenn við aðgerðir.
Mexíkóskir sérsveitarmenn við aðgerðir. MYND/AFP/Getty Images

Sex félagar í einum stærsta fíkniefnahring Mexíkó, þar á meðal maður sem talinn er sjá um bókhald hringsins, voru handteknir í vikunni þegar mexíkóskir sérsveitarmenn létu til skarar skríða gegn þeim. Handtakan var liður í aðgerð sem hófst eftir að 12 lögreglumenn voru myrtir og lík þeirra skilin eftir í vegkanti um miðjan mánuðinn. Róstusamt hefur verið í Mexíkó vegna átaka, sem tengjast fíkniefnum, og hafa yfir 10.000 manns fallið þar síðan árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×