Innlent

Bakki kominn á dagskrá

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að viljayfirlýsing stjórnvalda og heimamanna í Þingeyjarsýslum um orkuöflunarfélag, sem undirrituð var á Húsavík í dag, sé hvatning til dáða. Hann segir að það sem veki mesta athygli sé að yfirlýsingin sé afskaplega berorð í ljósi samstarfsflokks Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Þar sé enginn pólitískur feluleikur.

Þetta skrifar Sigmundur á heimasíðu sína í kvöld og vitnar beint í viljayfirlýsinguna:

„Með viljayfirlýsingu þessari er stefnt að því að skapa þær aðstæður að þann 1. október 2010 verði allri nauðsynlegri forvinnu lokið þannig að unnt verði að ganga til samninga við stóran orkukaupanda / orkukaupendur um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum."

Og hann segir skilaboðin vera án nokkurrar tæpitungu:

„Lögð verði áhersla á að orkan sem er að finna á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum verði nýtt til að skapa nokkur hundruð bein varanleg störf í Þingeyjarsýslum."

Sigmundur segir svo að lokum að hér sé ekkert pólitískt þýðingarforrit, Bakki sé kominn á dagskrá.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×