Andvirði Kárahnjúka í ónýttri fjárfestingu 22. október 2009 03:30 Byggðin í Urriðaholti í Garðabæ er eitt dæmi um hverfi sem dagaði uppi þegar góðærið hvarf og kreppan lagði Ísland undir sig.Fréttablaðið/vilhelm „Það er grátlegast að það var varað við þessu þegar meirihlutinn í Reykjavík fór í gang með plön um þreföldun á lóðaúthlutunum," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, um offjárfestingu á fasteignamarkaði. Dagur segir að nú séu um þrjú þúsund óseldar eða langt komnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Verðmæti þessa sé um 73,5 milljarðar króna. Þess utan standi yfir 4.300 lóðir tómar. Sveitarfélögin hafi lagt í miklar fjárfestingar sem nú séu ónýttar. Þennan kostnað megi meta á um 35 milljarða. Samtals liggi þannig vel yfir 100 milljarðar í ónýttum eignum. Að sögn Dags vöruðu skipulagssvið borgarinnar, greiningardeildir bankanna, Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins við þenslu á fasteignamarkaðinum þegar í upphafi kjörtímabilsins. „Ég og margir fleiri sögðum að hættan væri sú að stórir hópar, sem hefðu keypt dýrt, myndu sitja eftir sem nokkurs konar fangar í íbúðum sínum og að sveitarfélögin sætu eftir með hálfbyggð hverfi og ónóga þjónustu árum saman," segir Dagur og kveður mikilvægt að gera þetta mál upp - ekki síður en bankahrunið. „Það voru stjórnmálamenn í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga, sjálfstæðismenn í öllum sveitarfélögum, sem löðuðu til sín atkvæði með loforðum um ódýrar lóðir fyrir alla. Því var haldið fram að hækkun fasteignaverðs væri vegna þess að Reykjavíkurlistinn hefði ekki tekið þátt í þessu ofsakapphlaupi sumra nágrannasveitarfélaganna í lóðaúthlutunum. Þessi málflutningur hefur ekki aðeins reynst rangar heldur er reikningurinn á við heila Kárahnjúkavirkjun," segir Dagur. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ódýrt að vera spekingur eftir á. Málið sé mjög alvarlegt og varði í mörgum tilfellum fjárhag einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. „Þetta er miklu viðkvæmara og að sumu leyti sorglegra en svo að menn geti rokið fram með í umræðuna með einhverjum ódýrum pólitískum frösum," segir Júlíus. Að sögn Júlíusar er orsaka meðal annars að leita hjá lánastofnunum. „Ég hef líka bent á það að upphaf þessarar verðlagsþróunar má að nokkru leyti rekja til lóðaskorts og uppboðsstefnu R-listans á sínum tíma. En við eigum ekki að festa okkur í slíku heldur hugsa fram á veginn og leita lausna," segir Júlíus, sem kveður lausnina meðal annars felast í samræmingu á skipulagi höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum bara ekki þau tól sem til þarf til þess að halda í taumana og því þarf að breyta," segir Júlíus. Hann bendir jafnframt á að áðurnefndar fjárfestingar sveitarfélaganna vegna samþykktra deiliskipulagsáætlana verði nýttar þegar betur árar. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Það er grátlegast að það var varað við þessu þegar meirihlutinn í Reykjavík fór í gang með plön um þreföldun á lóðaúthlutunum," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, um offjárfestingu á fasteignamarkaði. Dagur segir að nú séu um þrjú þúsund óseldar eða langt komnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Verðmæti þessa sé um 73,5 milljarðar króna. Þess utan standi yfir 4.300 lóðir tómar. Sveitarfélögin hafi lagt í miklar fjárfestingar sem nú séu ónýttar. Þennan kostnað megi meta á um 35 milljarða. Samtals liggi þannig vel yfir 100 milljarðar í ónýttum eignum. Að sögn Dags vöruðu skipulagssvið borgarinnar, greiningardeildir bankanna, Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins við þenslu á fasteignamarkaðinum þegar í upphafi kjörtímabilsins. „Ég og margir fleiri sögðum að hættan væri sú að stórir hópar, sem hefðu keypt dýrt, myndu sitja eftir sem nokkurs konar fangar í íbúðum sínum og að sveitarfélögin sætu eftir með hálfbyggð hverfi og ónóga þjónustu árum saman," segir Dagur og kveður mikilvægt að gera þetta mál upp - ekki síður en bankahrunið. „Það voru stjórnmálamenn í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga, sjálfstæðismenn í öllum sveitarfélögum, sem löðuðu til sín atkvæði með loforðum um ódýrar lóðir fyrir alla. Því var haldið fram að hækkun fasteignaverðs væri vegna þess að Reykjavíkurlistinn hefði ekki tekið þátt í þessu ofsakapphlaupi sumra nágrannasveitarfélaganna í lóðaúthlutunum. Þessi málflutningur hefur ekki aðeins reynst rangar heldur er reikningurinn á við heila Kárahnjúkavirkjun," segir Dagur. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ódýrt að vera spekingur eftir á. Málið sé mjög alvarlegt og varði í mörgum tilfellum fjárhag einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. „Þetta er miklu viðkvæmara og að sumu leyti sorglegra en svo að menn geti rokið fram með í umræðuna með einhverjum ódýrum pólitískum frösum," segir Júlíus. Að sögn Júlíusar er orsaka meðal annars að leita hjá lánastofnunum. „Ég hef líka bent á það að upphaf þessarar verðlagsþróunar má að nokkru leyti rekja til lóðaskorts og uppboðsstefnu R-listans á sínum tíma. En við eigum ekki að festa okkur í slíku heldur hugsa fram á veginn og leita lausna," segir Júlíus, sem kveður lausnina meðal annars felast í samræmingu á skipulagi höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum bara ekki þau tól sem til þarf til þess að halda í taumana og því þarf að breyta," segir Júlíus. Hann bendir jafnframt á að áðurnefndar fjárfestingar sveitarfélaganna vegna samþykktra deiliskipulagsáætlana verði nýttar þegar betur árar.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira