Andvirði Kárahnjúka í ónýttri fjárfestingu 22. október 2009 03:30 Byggðin í Urriðaholti í Garðabæ er eitt dæmi um hverfi sem dagaði uppi þegar góðærið hvarf og kreppan lagði Ísland undir sig.Fréttablaðið/vilhelm „Það er grátlegast að það var varað við þessu þegar meirihlutinn í Reykjavík fór í gang með plön um þreföldun á lóðaúthlutunum," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, um offjárfestingu á fasteignamarkaði. Dagur segir að nú séu um þrjú þúsund óseldar eða langt komnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Verðmæti þessa sé um 73,5 milljarðar króna. Þess utan standi yfir 4.300 lóðir tómar. Sveitarfélögin hafi lagt í miklar fjárfestingar sem nú séu ónýttar. Þennan kostnað megi meta á um 35 milljarða. Samtals liggi þannig vel yfir 100 milljarðar í ónýttum eignum. Að sögn Dags vöruðu skipulagssvið borgarinnar, greiningardeildir bankanna, Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins við þenslu á fasteignamarkaðinum þegar í upphafi kjörtímabilsins. „Ég og margir fleiri sögðum að hættan væri sú að stórir hópar, sem hefðu keypt dýrt, myndu sitja eftir sem nokkurs konar fangar í íbúðum sínum og að sveitarfélögin sætu eftir með hálfbyggð hverfi og ónóga þjónustu árum saman," segir Dagur og kveður mikilvægt að gera þetta mál upp - ekki síður en bankahrunið. „Það voru stjórnmálamenn í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga, sjálfstæðismenn í öllum sveitarfélögum, sem löðuðu til sín atkvæði með loforðum um ódýrar lóðir fyrir alla. Því var haldið fram að hækkun fasteignaverðs væri vegna þess að Reykjavíkurlistinn hefði ekki tekið þátt í þessu ofsakapphlaupi sumra nágrannasveitarfélaganna í lóðaúthlutunum. Þessi málflutningur hefur ekki aðeins reynst rangar heldur er reikningurinn á við heila Kárahnjúkavirkjun," segir Dagur. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ódýrt að vera spekingur eftir á. Málið sé mjög alvarlegt og varði í mörgum tilfellum fjárhag einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. „Þetta er miklu viðkvæmara og að sumu leyti sorglegra en svo að menn geti rokið fram með í umræðuna með einhverjum ódýrum pólitískum frösum," segir Júlíus. Að sögn Júlíusar er orsaka meðal annars að leita hjá lánastofnunum. „Ég hef líka bent á það að upphaf þessarar verðlagsþróunar má að nokkru leyti rekja til lóðaskorts og uppboðsstefnu R-listans á sínum tíma. En við eigum ekki að festa okkur í slíku heldur hugsa fram á veginn og leita lausna," segir Júlíus, sem kveður lausnina meðal annars felast í samræmingu á skipulagi höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum bara ekki þau tól sem til þarf til þess að halda í taumana og því þarf að breyta," segir Júlíus. Hann bendir jafnframt á að áðurnefndar fjárfestingar sveitarfélaganna vegna samþykktra deiliskipulagsáætlana verði nýttar þegar betur árar. Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
„Það er grátlegast að það var varað við þessu þegar meirihlutinn í Reykjavík fór í gang með plön um þreföldun á lóðaúthlutunum," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, um offjárfestingu á fasteignamarkaði. Dagur segir að nú séu um þrjú þúsund óseldar eða langt komnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Verðmæti þessa sé um 73,5 milljarðar króna. Þess utan standi yfir 4.300 lóðir tómar. Sveitarfélögin hafi lagt í miklar fjárfestingar sem nú séu ónýttar. Þennan kostnað megi meta á um 35 milljarða. Samtals liggi þannig vel yfir 100 milljarðar í ónýttum eignum. Að sögn Dags vöruðu skipulagssvið borgarinnar, greiningardeildir bankanna, Seðlabankinn og Samtök atvinnulífsins við þenslu á fasteignamarkaðinum þegar í upphafi kjörtímabilsins. „Ég og margir fleiri sögðum að hættan væri sú að stórir hópar, sem hefðu keypt dýrt, myndu sitja eftir sem nokkurs konar fangar í íbúðum sínum og að sveitarfélögin sætu eftir með hálfbyggð hverfi og ónóga þjónustu árum saman," segir Dagur og kveður mikilvægt að gera þetta mál upp - ekki síður en bankahrunið. „Það voru stjórnmálamenn í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga, sjálfstæðismenn í öllum sveitarfélögum, sem löðuðu til sín atkvæði með loforðum um ódýrar lóðir fyrir alla. Því var haldið fram að hækkun fasteignaverðs væri vegna þess að Reykjavíkurlistinn hefði ekki tekið þátt í þessu ofsakapphlaupi sumra nágrannasveitarfélaganna í lóðaúthlutunum. Þessi málflutningur hefur ekki aðeins reynst rangar heldur er reikningurinn á við heila Kárahnjúkavirkjun," segir Dagur. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir ódýrt að vera spekingur eftir á. Málið sé mjög alvarlegt og varði í mörgum tilfellum fjárhag einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. „Þetta er miklu viðkvæmara og að sumu leyti sorglegra en svo að menn geti rokið fram með í umræðuna með einhverjum ódýrum pólitískum frösum," segir Júlíus. Að sögn Júlíusar er orsaka meðal annars að leita hjá lánastofnunum. „Ég hef líka bent á það að upphaf þessarar verðlagsþróunar má að nokkru leyti rekja til lóðaskorts og uppboðsstefnu R-listans á sínum tíma. En við eigum ekki að festa okkur í slíku heldur hugsa fram á veginn og leita lausna," segir Júlíus, sem kveður lausnina meðal annars felast í samræmingu á skipulagi höfuðborgarsvæðisins. „Við höfum bara ekki þau tól sem til þarf til þess að halda í taumana og því þarf að breyta," segir Júlíus. Hann bendir jafnframt á að áðurnefndar fjárfestingar sveitarfélaganna vegna samþykktra deiliskipulagsáætlana verði nýttar þegar betur árar.
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira