Innlent

Enn er fjallað um brotthvarf McDonalds

Frétt Reuters. Fyrr í vikunni fjölluðu fjölmiðlar eins og AFP, CNN og Bloomberg um brotthvarf McDonalds.
Frétt Reuters. Fyrr í vikunni fjölluðu fjölmiðlar eins og AFP, CNN og Bloomberg um brotthvarf McDonalds.
Frá því að fregnir bárust af því í byrjun vikunnar um að McDonalds hyggist loka stöðum síðum hér á landi hafa birst fjölmargar fréttir í erlendum fjölmiðlum þar sem fjallað er um brotthvarfið. Slíkar fréttir eru enn að birtast, nú síðast hjá Reuters fréttaveitunni.

Í frétt á vef Reuters í dag kemur fram að metaðsókn hafi verið á stöðunum þremur allt frá því að tilkynnt að þeim verði lokað um mánaðarmótin. Haft er eftir Jóni Garðari Ögmundssyni, eiganda Lystar ehf. sem rekur McDonalds á Íslandi, að tæplega 10 þúsund hamborgar hafi selst á dag nú í vikunni. Hann segir að það sé met.

Rætt er viðskiptavin sem segist vera að nýta síðasta tækifærið til að fá „alvöru BigMac-borgara." Einnig er rætt við konu, Þóru Sigurðardóttur, sem segist ekki koma til með að sakna McDonalds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×