Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, er ánægður með þær undirtektir sem hugmyndir um myntstarf Noregs og Íslands hafa fengið.
Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs og formaður systurflokks VG, er opin fyrir myntsamstarfi þjóðanna. Hún mun ræða við Steingrím um málið. Ein og kunnugt er af fréttum fréttastofu er formaður norska Miðflokksins og samgönguráðherra Noregs, Liv Signe Navarsete, einnig áhugasöm um að Ísland og Noregur komi sér upp myntsamstarfi.
„Ég lít á þetta sem einn af möguleikunum," sagði Steingrímur á fundi með blaðamönnum í hádeginu. Við sama tilefni sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að ekki hafi verið fjallað um þessa leið innan ríkisstjórnarinnar og að sjálfri hugnist best upptaka evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið.
Halvorsen kemur til Íslands um næstu helgi til að taka þátt í 10 ára afmælisfagnaði VG. „Við munu örugglega ræða þetta eins og svo margt annað," sagði Steingrímur að lokum.
Ánægður með undirtektir við hugmyndir um myntsamstarf

Tengdar fréttir

Formaður norska Miðflokksins vill myntsamstarf við Ísland
Liv Signe Navarsede formaður norska Miðflokksins og samgöngumálaráðherra Noregs vill að Norðmenn taki upp myntsamstarf við Íslendinga og bjargi þeim þar með frá Evrópusambandsaðild.

Halvorsen opin fyrir myntsamstarfi Noregs og Íslands
Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs er opin fyrir myntsamstarfi milli Noregs og Íslands. Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no í dag. Segir Halvorsen í tölvupósti til síðunnar að hún muni ræða málið við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra Íslands.