Erlent

Netanyahu verður líklegast forsætisráðherra

Benjamín Netanyahu ásamt eiginkonu sinni.
Benjamín Netanyahu ásamt eiginkonu sinni.
Auknar líkur eru á því að hægrimaðurinn Benjamín Netanyahu, leiðtogi Líkúd-bandalagsins, verði næsti forsætisráðherra Ísraels. Avigdor Lieberman, leiðtogi öfgahægrisinnaða Ísrael Beiteinu flokksins, hvatti í morgun Shimon Peres, forseta Ísraels, til að veita Netanyahu stjórnarmyndunarumboð.

Líkúd-bandalagið er næst stærsti flokkurinn á Knesset, ísraelska þinginu, eftir þingkosningar í síðustu viku. Þar á eftir koma miðjumenn í Kadima-flokknum sem fer fyrir fráfarandi ríkisstjórn. Munurinn er þó aðeins eitt þingsæti. Fái Netanyahu stjórnarmyndunarumboðið mun hann reyna að mynda hægristjórn með herta stefnu gagnvart Palestínumönnum.

Stjórnmálaskýrendurs segja líklegra að honum takist að mynda stjórn heldur en Tzipi Livni, fráfarandi utanríkisráðherra og leiðtoga Kadima, enda hafi hægriflokkar bætt við sig þingsætum í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×