Erlent

Netverslun vex fiskur um hrygg í Asíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Timbrockelhurst.com

Verslun á Netinu hefur margfaldast í Asíu með stórbættum nettengingum og aðgangi að Netinu.

Asíubúar flykkjast nú á Netið með gamla verslunarglampann í augunum og kaupa föt, skartgripi, DVD-diska og nánast bara hvað sem er eins og enginn sé morgundagurinn. Netverslun hefur ekki verið fyrirferðarmikil í álfunni fram að þessu en mjög ör breyting er að verða á því eftir því sem fleiri hafa aðgang að nettengingu og, að minnsta kosti í sumum tilfellum, peningum.

Um þessar mundir hafa um 17 prósent Asíubúa netaðgang og hefur fjölgunin undanfarið verið mest í Kína og Indlandi sem margir spá að verði helstu viðskiptaveldi næstu aldar eftir hrunið á Vesturlöndum. Er því spáð að netaðgengi aukist um 20 prósent á ári að meðaltali í Asíu, mest í Japan þar sem búist er við 40 prósenta aukningu á næstu árum.

Sóknin í erlenda söluaðila er gríðarleg og hlutfallslega mest í Hong Kong og Taiwan þar sem netverjar liggja bókstaflega á erlendum verslunarmiðlum og kaupa allt frá blómaskreytingum til flugmiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×