Erlent

Obama til bjargar heimilum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Heimilum allt að níu milljóna Bandaríkjamanna verður bjargað gangi áætlun Baracks Obama Bandaríkjaforseta eftir en hann hyggst verja 75 milljörðum dollara til aðstoðar fólki sem á yfir höfði sér að missa húsnæði sitt vegna vangoldinna afborgana.

Obama kynnti björgunaráætlunina í ávarpi í gær og sagði við sama tækifæri að nú yrðu allir að sýna ábyrga hegðun í fjármálum og eyða ekki neinu um efni fram. Reglur yrðu að vera skýrar og sanngjarnar og bankar yrðu að hverfa frá öllum þeim starfsháttum sem upphaflega komu þeim í vandræði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×