Lífið

Ingó er algjört sjarmatröll - myndir

Sigríður Þóra, Ingó og Jóhanna Gilsdóttir.
Sigríður Þóra, Ingó og Jóhanna Gilsdóttir.

„Yesmine Olsson hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki vera með í Júróvisjón-atriði sem hún væri að sjá um og ég sló bara til," svarar Jóhanna Gilsdóttir sem dansaði við hlið Ingó þegar hann söng lagið Undir regnbogann í Júróvisjón aðspurð hvernig það kom til að hún tók þátt.

„Ég sé ekki eftir því. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni," bætir Jóhanna við.

„Margrét Einars var stílistinn okkar og sá um búningana og hárkollurnar og Elín Reynis sá um förðunina," segir Jóhanna.

„Þetta var rosalega mikið fjör. Við vorum í alvöru skellihlæjandi á sviðinu enda var ekki annað hægt. Það var alltaf einhver einkahúmor okkar á milli."

„Við höfðum hvorugar varla snert hljóðfæri á ævinni og okkur fannst bæði mjög stressandi og spennandi að fá að spila með."

„Það var mjög þægilegt að vinna með Ingó enda er hann mjög afslöppuð týpa og er ekkert að stressa sig á hlutunum," segir Jóhanna aðspurð um söngvarann.

Jóhanna Gilsdóttir er danskennari hjá Dansstúdíó DWC í World Class og stundar nám í FG á félagsfræðibraut.

„Ingó hafði bara gaman af þessu öllu saman og var ekkert að búast við neinu. Þess vegna er líka gaman að sjá hann spila, því skemmtilegustu „performarnir" eru þeir sem eru líka að gera þetta fyrir sjálfan sig og hafa gaman að þessu," segir Jóhanna.

„Og svo má ekki gleyma að hann er algjört sjarmatröll," segir Jóhanna að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.