Erlent

Jyllands-Posten gerir grín að ESB umsókn Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Myndin sem birtist á vef Jyllandsposten.
Myndin sem birtist á vef Jyllandsposten.
Aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu og átökin á Alþingi fyrir helgi hafa vakið athygli víða erlendis, ekki síst hjá grannþjóðunum.

Vasklegri framgöngu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í málinu er gerð skil í teikningu dagsins á Jyllands-Posten í dag með þeim skilaboðum að hún hafi fengið samþykki fyrir ESB umsókn með naumlegum meirihluta í þinginu.

Hvort teiknarinn sjái Jóhönnu fyrir sér eins og rauðklædda knapann á myndinni, eða fyrir hvað hesturinn stendur skal ósagt látið, en augljóst er á mynd dagsins að það eru ekki einungis heittrúaðir múslimar sem fá að finna fyrir gráglettnum húmor sem myndlistarmenn Jyllands-Posten búa yfir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×