Fótbolti

Eggert skoraði fyrir Hearts

NordicPhotos/GettyImages

Eggert Jónsson skoraði mark Hearts í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni.

Eggert braut ísinn á 78. mínútu en Hearts-menn voru klaufar og fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.

Rangers er á toppi deildarinnar með 57 stig, Celtic er í öðru með 56 stig og á leik til góða og Hearts er í þriðja sætinu með 42 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×