Erlent

Seldi sjö bækur og var fangelsaður í þrjú ár

Myndir af Harry urðu til þess að almenningur i Ástralíu krafðist þess að hann yrði látinn laus.
Myndir af Harry urðu til þess að almenningur i Ástralíu krafðist þess að hann yrði látinn laus.

Ástralski rithöfundurinn Harry Nicolaides var sleppt lausum úr Taílensku fangelsi í gær eftir að hafa setið þar í þrjú ár vegna skrifa sinna samkvæmt fréttastofu BBC.

Harry er fjörtíu og eins árs gamall og var búsettur í Taílandi þegar hann skrifaði skáldsöguna. Bókin var aftur á móti ekki gefin út nema í fimmtíu eintökum, þar af seldi hann sjö. Í raun var hann með öllu óþekktur sem rithöfundur, þar til nú.

Ástæður þess að hann sat inni eru að mestu ókunnar, í það minnsta óljósar. Fyrir rétti var sagt að hann hefði vanvirt ónefndan krónprins, sem tilheyrir taílensku konungsfjölskyldunni, með skrifum sínum.

Málið vakti gríðarlega athygli í heimalandi Harrys og úr varð að þarlend yfirvöld beittu sér fyrir frelsun hans.

Að lokum féllust taílensk yfirvöld á að sleppa rithöfundinum úr haldi. Harry ætlar þó að verða heldur seinheppinn því þegar honum var sleppt sagði hann við fréttamenn á flugvellinum í Melbourne að hann hefði grátið í átta klukkustundir, því rétt áður en hann flaug heim fékk hann þær fregnir að móðir hans hafi fengið heilablóðfall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×