Erlent

Brown heimsækir Barack

Leiðtogar á góðri stundu.
Leiðtogar á góðri stundu.

Forsætiráðherra Bretlands, Gordon Brown, mun heimsækja forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, þann þriðja mars. Það er þá í fyrsta sinn sem þeir tveir hittast eftir að Obama var kosinn forseti Bandaríkjanna á síðasta ári.

Leiðtogarnir munu ræða um efnahagsmál veraldarinnar á fundi sínum auk þess sem þeir munu funda um hernaðinn í Afganistan.

Gordon verður ekki fyrsti leiðtoginn til þess að hitta Obama eftir að hann var kosinn, japanski forsætisráðherrann Taro Aso var fyrri til.

Fundur þeirra félaga hefur verið skeggræddur í Bretlandi en pólítíski álitsgjafinn Reeta Chakrabarti sagði við BBC að heimsókn Browns til Obama sé sérstaklega mikilvæg en margir munu horfa í það hvernig persónulegt samband þeirra mun þróast.

Eins og flestum er kunnugt um, þá voru miklir kærleikar á mill Brown og Georgs W. Bush á meðan hann ríkti sem forseti Bandaríkjanna. Fannst reyndar sumum nóg um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×