Innlent

Dorrit stefnt fyrir dómstól í London af nágranna sínum

Forsetafrúnni Dorrit Moussaieff var stefnt fyrir dómstól í London af næsta nágranna sínum í borginni innanhúshönnuðinum Tiggy Butler.

Tiggy sakaði Dorrit um hótanir, árásargjarna hegðun og húsbrot.

Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail eiga þær tvær heimili í húsi sem snýr út að torgi í auðmannahverfinu Knightsbridge.

Málið á uppruna sinn í apríl s.l. þegar vatn fór að leka úr íbúð Tiggy sem er fyrir ofan íbúð Dorrit . Daily Mail segir að þá hafi Dorrit farið ólögleg inn í íbúð Tiggi ásamt tveimur mönnum. Tiggy segir að Dorrit hafi neitað að yfirgefa íbúðina.

Í ákæru Tiggy á hendur Dorrit segir að forsetafrúin hafi ítrekað neitað að yfirgefa íbúðina þrátt fyrir að vera beðin um það og Dorrit hafi ausið svívirðingum yfir hana og húshjálp hennar með grófri hegðun sinni. Dorrit hafi ekki farið úr íbúðinni fyrr en lögreglan kom á staðinn.

Tiggy krafðist þess fyrir dómi að Dorrit yrði bannað að áreita hana, verktaka sína og starfsfólk sitt. Málið hefur verið í gangi síðan í vor en í millitíðinni hefur Tiggy dregið til baka megnið af ásökunum sínum og hefur verið gert að greiða Dorrit 80% af þeim skaða sem vatnsleikinn olli.

Dorrit segir í samtali við Daily Mail að ásakanir Tiggy hafi ekki átt neina stoð í raunveruleikanum. „Hún hélt því fram að ég hefði stokkið yfir tveggja metra háan vegg jafnvel þótt ég hafi verið á hækjum daginn sem það átti að hafa gerst," segir Dorrit.

Dorrit segir ennfremur að flesta þá daga sem fyrrgreind atriði áttu að hafa gerst hafi hún verið úti í sveit. „Ég þekki ekki Tiggy en ég þekkti áður kærasta hennar Tony Ryan sem er heillandi maður," segir Dorrit.

Daily Mail hefur ekki tekist að násambandi við Tiggy Butler.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×