Innlent

Vatnsborðið í Víti snarféll yfir nótt

Fimmtán sentimetra munur
Hér sést hversu vatnsborð Vítis lækkaði mikið á sólarhring.
mynd/hermann
Fimmtán sentimetra munur Hér sést hversu vatnsborð Vítis lækkaði mikið á sólarhring. mynd/hermann

Vatnsborð Vítis, sem er gígur í norðurbarmi Öskju í Dyngjufjöllum, snarlækkaði á fáeinum klukkutímum. Gígurinn myndaðist eftir eitt mesta gos hér á landi á sögulegum tíma; Öskjugosið 1875.

Hermann Valsson, hjá Viking­travel, hefur boðið upp á skipulegar ferðir inn í Öskju í sumar.

„Á fimmtudaginn fórum við niður í gíginn og tókum ekki eftir neinu óeðlilegu. Strax daginn eftir hafði vatnið snarlækkað um fimm­tán sentimetra.“ Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það merkilegt út af fyrir sig að vatnsborð Vítis lækki þetta mikið yfir nótt. Hins vegar sé Víti ólíkindatól og lækkun vatnsborðsins þar ekki gott til viðmiðunar um jarð­hræringar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×