Innlent

Forstjórastaða FME auglýst til umsóknar

Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, er formaður stjórnar FME.
Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, er formaður stjórnar FME.
Starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins hefur verið auglýst laust til umsóknar. Fram kemur í auglýsing að mikilvægt sé að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar.

Jónas Fr. Jónsson sagði starfi sínu lausu sem forstjóri stofnunarinnar eftir að Björgvin G. Sigurðsson sagði af sér sem viðskiptaráðherra í lok janúar. Þegar samið var um starfslok Jónasar var ákveðið að hann myndi starfa til 1. mars. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri, var í framhaldinu falið að fara með ákvörðunarvald hjá stofnuninni.

Fram kemur í auglýsinu að forstjóri Fjármálaeftirlitsins skuli hafa menntun á háskólastigi og auk þess búa yfir víðtækri þekkingu og starfsreynslu á fjármálamarkaði. Jafnframt er talið æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af alþjóðlegu samstarfi, búi yfir afar góðri ensku kunnáttu og hafi auk þess reynslu af störfum sem stjórnandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×