Nýja Sjáland gerði sér lítið fyrir í nótt og tryggði sér farseðilinn á HM í Suður Afríku næsta sumar. Liðið lagði þá Bahrain, 1-0, í síðari leik liðanna. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1982 sem landið kemst á HM.
Fyrri leiknum lyktaði með markalausu jafntefli og Nýja Sjáland stóð vel að vígi með síðari leikinn heima.
Það var hinn 27 ára gamli leikmaður Plymouth Argyle, Rory Fallon, sem skoraði markið mikilvæga.