Vitni að ákeyrslu: Hummerinn hægði aldrei á sér Valur Grettisson skrifar 3. febrúar 2009 13:15 Vitni segir Hummer sem ók á ungan mann á Laugaveginum aldrei hafa hægt á sér. Mynd tengist ekki fréttinni beint. „Þetta var bara hræðilegt, ótrúlega ljótt," segir vitni sem sá þegar Hummer-bifreið ók á mann á þrítugsaldri fyrir tveimur helgum. Atvikið átti sér stað á Laugaveginum um klukkan hálf fjögur um nóttina. Ökumaður bílsins flúði af vettvangi eftir að hafa ekið manninn niður. Vitnið segir Hummerinn hafa verið stóran en honum fannst hann hafa verið á óvanalega mikilli ferð á leiðinni niður götuna. Hummerinn hægði aldrei á ferðinni eftir að hafa ekið á manninn. „Ég var að ganga niður Laugaveginn þegar ég sá bílinn koma á talsverðri ferð niður götuna. Síðan heyri ég bara skellinn og sé þá manninn liggja á götunni," segir vitnið sem er dauðbrugðið eftir atvikið. Hann segist hafa hlaupið að slysstaðnum þar sem maðurinn lá. Hann sá þrjá menn stumra yfir honum en þeir reyndust félagar mannsins. „Ég hringdi þá strax í 112," segir vitnið og segir aðspurður að lögreglan og sjúkrabíll hafi verið fljót á vettvang. Maðurinn var kominn í sjúkrabílinn og lagður af stað upp á spítala á innan við fimmtán mínútum. Spurður segir vitnið að hann hafi ekki séð inn um bílgluggann, en það hafi ekki verið flókið að lýsa bílnum, „Þetta var stór Hummer, en ég held að einhverjir aðrir hafi séð númerið," segir hann. Að sögn vitnisins hægði ökumaður jeppans aldrei á sér eftir að hafa ekið piltinn niður, heldur hafi hann gefið í og beygt út fyrstu hliðargötuna sem varð á vegi á hans. „Aðkoman var mjög ljót. Þetta er bara rosalega sorglegt," segir vitnið sem er talsvert brugðið eftir að hafa orðið vitni af atburðinum. Lögreglan fann ökumann bifreiðarinnar daginn eftir með hjálp sjónarvotta. Maður á þrítugsaldri var handtekinn í kjölfarið og játaði hann að hafa verið undir stýri. Manninum sem ekið var á er enn haldið sofandi á gjörgæslu og er í lífshættu. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að rannsókn miði vel. Aðspurður hvort hann hafi fengið áfallahjálp eftir að hafa komið að slysstað svarar vitnið: „Ég fékk ekki aðstoð en miðað við aðstæður þá kæmi mér ekki á óvart að fólk leitaði sér aðstoðar eftir að hafa orðið vitni af þessu." Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
„Þetta var bara hræðilegt, ótrúlega ljótt," segir vitni sem sá þegar Hummer-bifreið ók á mann á þrítugsaldri fyrir tveimur helgum. Atvikið átti sér stað á Laugaveginum um klukkan hálf fjögur um nóttina. Ökumaður bílsins flúði af vettvangi eftir að hafa ekið manninn niður. Vitnið segir Hummerinn hafa verið stóran en honum fannst hann hafa verið á óvanalega mikilli ferð á leiðinni niður götuna. Hummerinn hægði aldrei á ferðinni eftir að hafa ekið á manninn. „Ég var að ganga niður Laugaveginn þegar ég sá bílinn koma á talsverðri ferð niður götuna. Síðan heyri ég bara skellinn og sé þá manninn liggja á götunni," segir vitnið sem er dauðbrugðið eftir atvikið. Hann segist hafa hlaupið að slysstaðnum þar sem maðurinn lá. Hann sá þrjá menn stumra yfir honum en þeir reyndust félagar mannsins. „Ég hringdi þá strax í 112," segir vitnið og segir aðspurður að lögreglan og sjúkrabíll hafi verið fljót á vettvang. Maðurinn var kominn í sjúkrabílinn og lagður af stað upp á spítala á innan við fimmtán mínútum. Spurður segir vitnið að hann hafi ekki séð inn um bílgluggann, en það hafi ekki verið flókið að lýsa bílnum, „Þetta var stór Hummer, en ég held að einhverjir aðrir hafi séð númerið," segir hann. Að sögn vitnisins hægði ökumaður jeppans aldrei á sér eftir að hafa ekið piltinn niður, heldur hafi hann gefið í og beygt út fyrstu hliðargötuna sem varð á vegi á hans. „Aðkoman var mjög ljót. Þetta er bara rosalega sorglegt," segir vitnið sem er talsvert brugðið eftir að hafa orðið vitni af atburðinum. Lögreglan fann ökumann bifreiðarinnar daginn eftir með hjálp sjónarvotta. Maður á þrítugsaldri var handtekinn í kjölfarið og játaði hann að hafa verið undir stýri. Manninum sem ekið var á er enn haldið sofandi á gjörgæslu og er í lífshættu. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að rannsókn miði vel. Aðspurður hvort hann hafi fengið áfallahjálp eftir að hafa komið að slysstað svarar vitnið: „Ég fékk ekki aðstoð en miðað við aðstæður þá kæmi mér ekki á óvart að fólk leitaði sér aðstoðar eftir að hafa orðið vitni af þessu."
Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira