Erlent

Sluppu úr fangelsi með aðstoð þyrlu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tveimur hættulegum stórglæpamönnum tókst að flýja úr fangelsi í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær með því að láta þyrlu sækja sig á þak fangelsisins. Þetta er í annað sinn sem mönnunum tekst að flýja úr fangavist með aðstoð þyrlu. Annar mannanna er Grikki en hinn er Albani. Hlutu þeir dóma sína meðal annars fyrir vopnuð rán og mannrán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×