Erlent

Hettuklæddir menn skutu á hús Vítisengla

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP

Tveir óþekktir byssumenn, íklæddir hettupeysum, skutu nokkrum skotum að klúbbhúsnæði vélhjólasamtakanna Vítisengla í Kaupmannahöfn í gærdag.

Sem fyrr er talið að skotárásin sé liður í valdabaráttu samtakanna við glæpaklíkur innflytjenda en ítrekað hefur komið til átaka milli þessara hópa undanfarin misseri með skotárásum og barsmíðum. Lögregla segir að um þverbak hafi keyrt síðustu fimm daga en það tímabil hafa skotbardagar verið nánast daglegt brauð í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×