Íslenski boltinn

Íslandsmeistarar FH safna fyrir utanlandsferð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH-ingar mæta sólbrúnir til leiks í sumar, ólíkt öðrum liðum.
FH-ingar mæta sólbrúnir til leiks í sumar, ólíkt öðrum liðum. E.Stefán

Aðeins tvö lið í efstu deild karla hyggja á æfingaferð til útlanda að þessu sinni en flest lið í efstu deildunum hafa farið árlega utan síðustu ár og það ekki þótt neitt tiltökumál.

Nú eru breyttir tímar. Liðin tvö sem ætla í æfingaferð erlendis eru Íslandsmeistarar FH og silfurlið Keflavíkur.

Liðin þurfa þess utan að hafa fyrir því að komast út en leikmenn Íslandsmeistaranna safna sjálfir fyrir ferðinni með fjáröflunarleikjum og öðru sniðugu.

FH-ingar stefna á að fara til Portúgal um miðjan apríl og samkvæmt heimildum Vísis eru leikmenn bjartsýnir á að það náist að safna nægu fé til fararinnar.

Önnur lið verða að sætta sig við útihlaup í slabbinu og æfingar í knatthúsum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×