Erlent

Hákarlsárásum fækkar í kreppunni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Reuters

Það er óhætt að halda því fram að þrengingar í hagkerfum heimsins komi víða fram, svo víða að jafnvel árásum hákarla á fólk hefur fækkað umtalsvert og hafa skráðar árásir ekki verið færri í hálfan áratug en þær voru í fyrra en þá voru þær 59 miðað við 71 árið 2007.

Hvernig má það vera að þetta tengist efnahagsástandi, hafa hákarlar ekki lengur efni á að heimsækja baðstrendur? Nei, því er öfugt farið, það er mannfólkið sem lætur sig vanta á strendurnar að þessu sinni. Æ færri hafa efni á að leggja land undir fót og skella sér á sólarströnd í fjarlægum löndum og þar með fækkar auðvitað árásum hákarla á baðstrandagesti.

Fjórar þeirra árása sem vitað er um í fyrra kostuðu mannslíf en árásunum fækkaði hlutfallslega mest við bandarískar strendur. Þar með sést að gamla máltækið er enn í fullu gildi: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×